Námskeið: Heilnæm útivist og fræðsla - vor 2026 (2/20)
Vikulegar göngu- og fróðleiksferðir. Námskeiðið hófst 24. janúar og stendur til boða þeim sem einhvern tímann hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra.
Heilnæm útivist - andleg og líkamleg heilsubót!
Í samstarfi við Ferðafélag Íslands heldur Krabbameinsfélagið námskeiðið Heilnæm útivist og fræðsla. Vikulegar, léttar göngur sem fléttaðar eru ýmiskonar fróðleik um náttúru og sögu.
Námskeiðið býðst öllum sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra.
Námskeiðið er nú haldið í fimmta sinn. Mikil almenn ánægja hefur verið meðal þátttakenda.
Markmiðið er að njóta hollrar útivistar, fræðslu og félagsskapar við fólk sem deilir reynsluheimi og stuðla þannig að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferðar vegna þess.
Umsjónarmenn og fararstjórar eru sem fyrr þau Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir frá Ferðafélagi Íslands, þeim til aðstoðar og fulltingis er starfsmaður Krabbameinsfélagsins.
Fyrirkomulag og kostnaður
Gengið er að langmestu leyti á sléttu landi og ættu flestir að geta ráðið við göngurnar sem eru fléttaðar ýmiskonar áhugaverðum fróðleik um náttúru og sögu.
- Gengnar eru mismunandi leiðir á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni þess.
- Gengið er alla laugardaga frá 24. janúar – 13. júní, alls 20 skipti.
- Lagt er upp klukkan 10:00 og vara göngurnar að jafnaði í um tvo klukkutíma.
Markmiðið er að njóta hollrar útivistar, fræðslu og félagsskapar við fólk sem deilir reynsluheimi og stuðla þannig að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferðar vegna þess.
Fararstjórn og umsjón er í höndum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, fararstjórum hjá Ferðafélagi Íslands.
Hægt er að mæta í stakt skipti endurgjaldslaust til að prófa hvort göngurnar henti. Þátttökugjald á námskeiðinu fyrir hvern einstakling er 5.000 kr (samanlagt fyrir allar göngurnar).
Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
Dagskrá á vorönn 2026 ( með fyrirvara um hugsanlegar breytingar):
- 24. janúar Gengið um Elliðaárdal frá Toppstöð. Saga Elliðaárdals, fornminjar, aftökustaðir og hellar útilegumanna.
- 31. janúar Gengið meðfram Vífilsstaðahlíð um skóginn og að Maríuhellum til baka.
- 7. febrúar Rauðavatn-gengið frá Mogga í hring umhverfis vatnið með stuttum útúrdúr. Leitað að listaverkum.
- 14. febrúar Kollafjörður, gengið að réttinni og hring um fjarðarbotninn.
- 21. febrúar Gengið út í Geldinganes að hlusta á æðarkollur og fleiri fugla.
- 28. febrúar Egilsdalur í Hólmsheiði. Fáfarnar slóðir að eyðibýli.
- 7. mars Gengið um Lækjarbotna frá Waldorf skólanum. Hellir útilegumanna heimsóttur og sagan af Eyvindi og Margréti rakin. Farið að Tröllabörnum í bakaleiðinni.
- 14. mars Elliðakot-gengið frá ánni eftir veginum að Elliðakoti og rústir skoðaðar. Svo farið að Ráðagerði og til baka aftur.
- 21. mars Gengið inn að skógræktarlundi austan við Meitilinn í Þrengslum. Sérstæð saga Einars Ólafssonar.
- 28. mars Elliðarárdalur-gengið frá Toppstöð yfir dalinn og upp að kanínuhúsi. Þaðan að skógarlundinum þar sem mannvistarleifar er að finna og svo yfir árnar og niður um Reiðskarð.
- 11. apríl Búrfellsgjá-gengið frá bílastæði við Vífilsstaðahlíð suður eftir gjánni og upp á Búrfellið. 60 m hækkun.
- 18. apríl Gengið að vatnsveitumannvirkjum Hafnfirðinga og talað um Jóhannes Reykdal. Jóhannes var Þingeyingur sem var óvenjulega langt á undan sinni samtíð en Hafnfirðingar nutu góðs af.
- 25. apríl Gengið um söguslóðir á Álftanesi með sérstakri áherslu á Óla Skans. Var Óli til? Bjó hann við heimilisofbeldi eða er þetta allt saman eitthvert grín?
- 2. maí Gengið frá skíðaskálanum í Hveradölum að bústað Óskars vefara á Hellisheiði með viðkomu í Flengingarbrekku. 150 metra hækkun.
- 9. maí Gengið frá efra bílastæði að norska bústað og víðar. Saga gróðursetningar í Heiðmörk og lesið úr ljóðum eftir Jóhannes Kolbeinsson sem var frægur fararstjóri FÍ fyrr á tíð.
- 16. maí Ganga frá Reykjalundi upp að bústöðum og fara svo einskonar hring um Skammadal. Saga kartöfluræktar í þéttbýli er þarna í dalnum og hún er ekkert smælki.
- 23. maí Gengið að Draugatjörn og sæluhúsrústunum. Fjallað um búsetu á staðarhald á Kolviðarhóli. Sagt frá frækilegum afrekum og hroðalegum draugagangi og erfiðum ferðalögum. 30. maí Gengið inn með Úlfarsfelli frá skógræktinni. Lítil hækkun.
- 6. júní Hólmsheiði- gengið frá Olís inn að Fjárborg og svo til baka um Almannadal og hesthúsin.
- 13. júní Silungapollur-gengið frá Heiðmerkurafleggjara umhverfis pollinn, upp á Höfuðleðurshól og svo að sumarbústað rétt vestan við bílastæðið.
