Beint í efni
Bjargráð við kvíða

Bjargráð við kvíða á ZOOM (tvö skipti)

Á námskeiðinu er lögð áhersla á það hvernig koma má auga á streituviðbrögð og langvarandi kvíða. Auk þess verður farið yfir nokkur hagnýt bjargráð til að takast á við kvíða og streitu í daglegu lífi.

Flestir upplifa kvíða á einhverjum tímapunkti í tengslum við krabbameinsgreiningu,  krabbameinsmeðferð eða eftirfylgni. Kvíði er í sjálfu sér ekki hættulegur, en honum geta fylgt ýmis óþægileg einkenni. Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.  

Námskeiðið fer fram á ZOOM, miðvikudagana 21. og 28. ágúst kl. 14:00 – 15:30. 

Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krabbameinsfélagsins 

Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.