Beint í efni
Kastað til bata-hópmynd 2024

Upp­lif­un að taka þátt í Kastað til bata

Krabbameinsfélagið, Brjóstaheill - Samhjálp kvenna og styrktaraðilar standa fyrir Kastað til bata. Um er að ræða veiðiferð sem er hluti af endurhæfingarferli eftir meðferð við brjóstakrabbameini. Ein ferð er farin að jafnaði á vorin en fyrirmynd verkefnisins kemur frá Bandaríkjunum ,,Casting For Recovery”.

Allar konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein geta sótt um að taka þátt i Kastað til bata og í rauninni skiptir ekki máli hversu langur tími er liðinn frá því að meðferð lauk.

Við tókum hús á tveimur þátttakendum í ár og spurðum hvernig ferðin hefði verið.

Jana_Kastað til bata

Þuríður Jana Ágústsdóttir segir það hafa verið sérlega ánægjulegt að vera hluti af Kastað til bata í ár og kynnast þessum skemmtilegu konum sem allar áttu það sameiginlegt að hafa fengið brjóstakrabbamein.

Hér má lesa viðtal við Jönu um upplifun hennar á ferðinni og hvernig hún vinnur að því að koma til batans.

Guðbjörg_Kastað til bata

Guðbjörg Þorsteinsdóttir segist alltaf velja hreyfingu og gleði þegar hún getur. Hún er með mikla veiðidellu og segir þátttökuna í Kastað til bata alveg einstaka.

Við ræddum við Guðbjörgu um hennar upplifun og áskoranir ferðarinnar.