Karlarnir og kúlurnar
Í haust verður golfmótið Karlarnir og kúlurnar haldið.
Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélagsins og Krafts í samstarfi við Golfklúbb Mosfellsbæjar. Verkefnið snýst um að bjóða körlum sem fengið hafa krabbamein, tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna í fallegu umhverfi, njóta samvista við golffélaga, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni.
Þátttaka er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800-4040. Gera má ráð fyrir að öll pláss fyllist fljótt og eru karlar því hvattir til að skrá sig sem fyrst.
Sjá nánar um Karlana og kúlurnar.