Beint í efni
Karlarnir og kúlurnar

Karl­arn­ir og kúl­urnar - kennsla og golf­mót

Hið árlega golfmót Karlarnir og kúlurnar, samstarfsverkefni Krabbameinsfélagsins, Krafts og Golfklúbbs Mosfellsbæjar, verður haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.

Í ár verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á kennslu í aðdraganda golfmótsins. Þeir sem ætla að taka þátt í þessum viðburði mæta bæði í kennslu og í golfmót en hvort tveggja er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Fyrirkomulag kennslu

Þátttakendur koma í golfkennslu hjá bræðrunum og PGA kennurunum Jóni og Karli Karlssonum fyrir golfmótið. Kennslan fer fram í Básum við golfvöll GR í Grafarholti. Tímarnir í boði eru þriðjudagurinn 27. ágúst kl. 15-16 og fimmtudagurinn 29. ágúst kl. 15-16. Þátttakendur geta skráð sig í báða tímana.

Fyrirkomulag golfmóts

Golfmótið fer fram í Bakkakoti í Mosfellsbæ, þriðjudaginn 3. september.

Þar mun Jón stýra upphitun og veita kylfingum síðustu ábendingar áður en mótið hefst (9 holur). Leikið verður þriggja manna Texas Scramble.

Boðið verður upp á léttar veitingar eftir hringinn.

Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að fá hjá Krabbameinsfélaginu. Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. ágúst á netfangið radgjof@krabb.is eða í síma 800-4040.