Beint í efni
Áfengi

Evr­ópskt sam­starf gegn af­leið­ing­um áfeng­is­neyslu

Á vinnustofunni „Alcohol and Cancer: Building Stronger Collaboration Across Europe“ sem haldin var þann 24. júní s.l., var lögð áhersla á að efla samstarf krabbameinsfélaga og annara aðila í Evrópu sem vinna að bættri lýðheilsu til að auka vitund um tengsl áfengis og krabbameins.

Evrópskt samstarf gegn afleiðingum áfengisneyslu

Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO Europe) og frönsku krabbameinsstofnuninni (Institut National du Cancer - INCA) í samvinnu við evrópsku krabbameinsfélögin (European Cancer Leagues – ECL) stóðu að vinnustofunni.  

Fulltrúi Krabbameinsfélags Íslands á vinnustofunni var Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur í forvörnum. Þó að áskoranir séu mismunandi milli þjóðanna er engu að síður ljóst að aukin samvinna milli landanna er bæði mikilvæg og til þess fallin að efla mótspyrnu gegn þeim víðtæku neikvæðu afleiðingum sem áfengisneysla hefur.  

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tilvitnanir frá þátttakendum:

  • Fulltrúi Krabbameinsfélags Íslands á vinnustofunni var Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur í forvörnum
  • Daniela Giangreco, Association of ECL
  • Jérome Foucaud, French National Cancer Institute
  • Cristiana Fonseca, Portuguese League Against Cancer
  • Catherine Paradis, WHO Regional Office for Europe
  • Monique de Boer, Cooperating Dutch Health Funds
  • Alba Gil, Association of European Cancer Leagues
  • Ágota Dévényi, Hungarian League Against Cancer

Áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur samkvæmt flokkun Alþjóða­krabba­meins­rannsóknar­stofnun­ar­innar (IARC) og tengist áfengisneysla auknum líkum á krabbameinum í munnholi, koki, barkakýli, vélinda, lifur, brjóstum, ristli og endaþarmi. Auk þess hefur áfengisneysla ýmis önnur neikvæð áhrif, t.d. á starfsemi heila, lifrar, hjarta- og æðakerfis og á andlega heilsu ásamt því að auka líkur á slysum, ofbeldi og sjálsvígum. 

Áfengismynd