Beint í efni

Dreg­ið 17. júní – átt þú miða?

Í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins eru 339 vinningar alls að verðmæti um 67,5 milljónir króna. Hægt er að greiða fyrir heimsenda miða og kaupa miða í sumarhappdrættinu til og með 17. júní.

Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 17. júní.

Við lengjum og aukum opnum á skrifstofu okkar í Skógarhlíð 8 vegna sumarhappdrættisins. Opið verður laugardaginn 15. júní og sunnudaginn 16. júní frá kl. 10:00 til kl. 14:00, báða dagana. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní  verður opið frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Einnig er alltaf hægt að nálgast miða í vefverslun Krabbameinsfélagsins sem er opin allan sólarhringinn.·      

Aðalvinningurinn er Mazda MX-30 rafbíll frá Brimborg, að verðmæti um 5,5 milljónir króna. Aðrir vinningar eru:

·       Þrír vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna.

·       Tuttugu og fimm vinningar eru Trek rafmagnshjól Allant+7 frá Erninum, hvert að verðmæti um 600 þúsund krónur.

·       Þrjátíu vinningar eru úttektir hjá Fjallakofanum, hver að verðmæti 100.000 krónur.

·       Vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur, eru 130 talsins.

·       Einnig eru 150 vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur. 

Eins og áður segir er hægt að greiða heimsenda happdrættismiða til og með 17. júní í heimabanka eða netbanka.

Happdrættisbíllinn er staðsettur í Smáralindinni á fyrstu hæð. Þar verður hægt að kaupa miða eftir hádegi frá 11. júní til og með 16. júní. Miðar eru einnig til sölu á skrifstofu Krabbameinsfélagins að Skógarhlíð 8 og verður lengjum við opnunartíma hennar laugardaginn 15. júní og sunnudaginn 16. júní frá kl. 10:00 til kl. 14:00, báða dagana. Á 17. júní  verður skrifstofan opin frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Þeir sem vilja greiða miða með greiðslukorti geta hringt í síma 540 1900. Einnig er hægt að kaupa miða í happdrættinu í netverslun Krabbameinsfélagsins.

Dregið verður 17. júní. Vinningaskrá verður birt á vefsíðu Krabbameinsfélagsins seinnipartinn þann 18. júní og í Morgunblaðinu miðvikudaginn 19. júní.

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happdrættisins og nýtir tekjur af því fyrst og fremst til fræðslu- og forvarnastarfs. Upplýsingar eru gefnar í síma 540 1928.

Kaupa miða í vefverslun