Beint í efni
Gottogeinfalt - markpóstur

Bleik­ur mat­seð­ill frá Gott og ein­falt

Gott og einfalt fagnar Bleiku slaufunni með bleikum vikumatseðli og fjölbreyttum uppskriftum. Á þessum frábæra matarvef er hægt að skoða „bleika rétti” - næringarríkt, fjölbreytt og tilvalið í bleikum október.

Matarvefurinn gottogeinfalt.is er samstarfsverkefni Krabbameinsfélagsins og SÍBS, í samvinnu við embætti landlæknis. Á vefnum má finna einfaldar, næringarríkar og hagkvæmar uppskriftir sem taka mið að opinberum ráðleggingum landlæknis um  mataræði. Markmið vefsins er að hafa jákvæð áhrif á mataræði og heilsu þjóðarinnar með því að gera holla og næringarríka kosti aðgengilega öllum.