Beint í efni

Al­þjóð­legt sam­starf

Samvinna er við evrópskar krabbameinsskrár um samanburð á horfum krabbameinssjúklinga í Evrópu, EUROCARE. Evrópusamtök krabbameinsskráa (ENCR) standa fyrir námskeiðum og gefa út leiðbeiningar varðandi skráningu.

Samvinna er við Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunina (International Agency for Research on Cancer, IARC) í Lyon í Frakklandi og er GLOBOCAN upplýsingaveita fyrir krabbamein í flestum löndum heims á vegum hennar. Loks er nýleg upplýsingaveita fyrir krabbamein í Evrópu, ECIS, sem studd er af ENCR, EUROCARE og IARC.

Sendar eru tölfræðiupplýsingar frá Rannsókna- og skráningarsetri til birtingar í alþjóðlegum ritum og gagnagrunnum. Í allri útgáfu tölfræðiupplýsinga er þess gætt að persónugreinanlegar upplýsingar komi ekki fram.