Viðburðir framundan

Hefur þú þörf fyrir stuðning og spjall? 8.4.2017 - 1.6.2017 8:30 - 16:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl til stuðnings og ráðgjafar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Lesa meira
 

Hefur þú misst ástvin úr krabbameini? 10.4.2017 - 1.6.2017 8:30 - 16:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á einstaklingsviðtöl til stuðnings þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur. Það getur verið gott að setjast niður og ræða málin. Við erum tilbúin að hlusta og liðsinna þér. Þú getur pantað tíma í síma 800 4040 eða á netfanginu radgjof@krabb.is .

Lesa meira
 

Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar 24.-28. apríl 24.4.2017 - 28.4.2017 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Kynntu þér fjölbreytta dagskrá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur að geyma ýmis námskeið, fyrirlestra og fleira. Ráðgjafarþjónustan er til húsa að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Sími: 800 4040, netfang: radgjof@krabb.is

Lesa meira
 

Rabbfundur: Brjóstakrabbamein 25.4.2017 16:30 - 17:30 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Þriðjudaginn 25. apríl kl. 16:30-17:30 býður  Brjóstaheill – Samhjálp kvenna og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins upp á opinn spjallfund fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein Fulltrúi frá Landspítala verður á staðnum.

Lesa meira
 

Stuðningshópur kvenna með krabbamein í kvenlíffærum 26.4.2017 17:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í kvenlíffæri heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, miðvikudaginn 26. apríl. Fundurinn hefst kl. 17. Kaffi á könnunni.

Lesa meira
 

Fyrirlestraröð - Fjölskyldan og krabbamein 27.4.2017 - 1.6.2017 16:30 - 17:30 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Röð fyrirlestra í boði Landspítala, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Fræðslan er liður í gæðaverkefni fyrir fjölskyldur þar sem foreldri hefur greinst með krabbamein. Fyrirlestrarnir eru í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð.

Lesa meira
 

Námskeið: Hugræn atferlismeðferð (HAM) 2.5.2017 - 23.5.2017 13:30 - 15:30 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Þriðjudaginn 2. maí 2017 kl. 13:30-15:30 hefst námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar. Námskeiðið verður í fjögur skipti, einu sinni í viku, og er ætlað fyrir þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að vinna gegn tilfinningalegri vanlíðan.

Lesa meira
 

Námskeið: Að skrifa og skapa 9.5.2017 - 11.5.2017 13:30 - 15:30 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Þriðjudaginn 9.maí og fimmtudaginn 11. maí kl. 13:30-15:30 verður námskeið í skapandi skrifum í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Leiðbeint verður hvernig hægt er að virkja sköpunargáfuna, nýta reynsluna eða skrifa sér til gamans.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestur: Sumarblóm og ræktun 10.5.2017 12:00 - 12:50 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur mun koma í heimsókn og fjalla um sumarblóm og ræktun í pottum og kerjum miðvikudaginn 10. maí 2017 kl. 12:00-12:50. Bjóðum sumarið velkomið með heimsókn frá Gurrý.

Lesa meira
 

Kastað til bata 21.-23. maí 21.5.2017 - 23.5.2017 Langá á Mýrum

„Kastað til bata“ er verkefni á vegum Brjóstaheilla ‒ Samhjálpar kvenna, Krabbameins­félagsins og styrktaraðila þar sem konum er boðið í veiðiferð. Þetta skemmtilega verkefni er hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjósta­krabbameini.

Lesa meira
 

Stuðningshópur kvenna með krabbamein í kvenlíffærum 31.5.2017 17:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í kvenlíffæri heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, miðvikudaginn 31. maí. Fundurinn hefst kl. 17. Kaffi á könnunni.

Lesa meira
 

Texas Scramble styrktargolfmót Brjóstaheilla 2017 3.6.2017 8:00 - 16:00 Golfklúbbur Suðurnesja - Leiran

Laugardaginn 3. júní 2017 verður haldið styrktarmót til styrktar Brjóstaheill (Samhjálp kvenna) á Leirunni, Golfklúbbi Suðurnesja. Brjóstaheill er stuðningshópur kvenna sem hafa gengið í gegnum meðferð við brjóstakrabbameini. Leikfyrirkomulag er tveggja manna Texas Scramble.

Lesa meira
 

Var efnið hjálplegt?