Viðburðir framundan

Núvitund fyrir ungmenni 14.9.2017 - 5.10.2017 16:30 - 18:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Fimmtudaginn 14. september kl. 16:30-18:00 hefst námskeið í núvitund (mindfulness) sem er ætlað aðstandendum á aldrinum 16-22 ára. Námskeiðið er kennt vikulega í fjögur skipti, þeim að kostnaðarlausu. Leiðbeinandi er Edda Margrét Guðmundsdóttir, sálfræðingur.

Lesa meira
 

Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar 18.-22. september 18.9.2017 - 22.9.2017 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Kynntu þér fjölbreytta dagskrá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur að geyma ýmis námskeið, fyrirlestra og fleira. Ráðgjafarþjónustan er til húsa að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Sími: 800 4040, netfang: radgjof@krabb.is

Lesa meira
 

Námskeið: Einbeiting og minni 18.9.2017 - 25.9.2017 14:00 - 15:15 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Minnisnámskeið verður haldið í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar þriðjudagana 18. og 25. september. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhyggjur af minni sínu í kjölfar veikinda en einnig þeim sem vilja fræðast um minnið og læra að nýta sér mismunandi minnistækni. Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur.

Lesa meira
 

Námskeið: Áfallamiðað jóga 21.9.2017 - 16.10.2017 10:00 - 11:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Ráðgjafarþjónustan býður upp á námskeið í áfallamiðuðu jóga (trauma-sensitive yoga) sem er ætlað fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. 

Lesa meira
 

Handavinnu-og bókakaffið 21.9.2017 13:00 - 15:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Á fimmtudögum kl. 13:00-15:00 verður handavinnuhorn í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, 1. hæð.

Lesa meira
 

Námskeið: Hugræn atferlismeðferð (HAM) 21.9.2017 - 28.9.2017 14:00 - 16:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Fimmtudaginn 7. september 2017 kl. 14:00-16:00 hefst námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar. Námskeiðið verður kennt vikulega í fjögur skipti og er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að vinna gegn tilfinningalegri vanlíðan.

Lesa meira
 

Stuðnings­fulltrúa­námskeið 26.9.2017 - 3.10.2017 17:00 - 21:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Stuðningsnet Krafts og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins standa fyrir stuðningsfulltrúanámskeiði þriðjudagana 26. september og 3. október, frá kl. 17:00 til 21:00. Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem hafa greinst með krabbamein og hafa lokið við krabbameinsmeðferð sem og aðstandendum, sem vilja styðja við einstaklinga sem eru í svipuðum sporum. 

Lesa meira
 

Var efnið hjálplegt?