Beint í efni

Töl­fræði krabba­meina

Samfelld skráning allra nýgreindra krabbameina á Íslandi nær til stofnunar Krabbameinsskrár árið 1954.

Gæðaskrá inniheldur ítarlegri upplýsingar á borð við greiningu, forspárþætti, meðferð og eftirfylgd. Með gæðaskráningu fæst þannig þekjandi yfirlit yfir greiningar- og meðferðarferli krabbameinssjúklinga frá aðdraganda greiningar til loka fyrstu meðferðar.

Upplýsingarnar má nýta til þess að stilla upp framtíðaráætlunum um kröfur til þjónustu, aðstöðu og búnaðar. Að auki er hægt að nýta þær til að rannsaka orsakir krabbameina og meta áhrif inngripa á krabbameinstíðni og lifun.

Hægt er að sækja gögn frá Krabbameinsskrá í gegnum vef Embættis landlæknis.