Beint í efni

Að­gang­ur að eig­in per­sónu­upp­lýs­ing­um

Samkvæmt gildandi persónuverndarlöggjöf frá 2018 eiga einstaklingar rétt á að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem finnast um þá í Krabbameinsskrá Íslands sem og það hvernig þær eru notaðar.

Til að nálgast eigin persónuupplýsingar þarf að fylla út eyðublað og koma með það til Krabbameinsskrár, Skógarhlið 8, 3 hæð til vinstri.

Ekki verður tekið við beiðnum um aðgang að eigin persónuupplýsingum í bréfapósti, í tölvupósti né í gegnum síma.

Viðkomandi þarf að framvísa persónuskilríkjum sem gefin eru út af opinberum aðilum þegar beiðnin er lögð inn hjá Krabbameinsskrá.

Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi varðandi frekara fyrirkomulag á miðlun upplýsinganna. Leitast er við að afhenda gögn innan 30 daga frá móttöku beiðninnar.

Þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar þar sem Krabbameinsskráin vinnur með viðkvæmar persónuupplýsingar sem tryggja verður að aðeins séu afhentar þeim sem þær varða.