Nýir fæðingarblettir eða breytingar á blettum

Verði vart við nýja fæðingarbletti eða breytingar á bletti ætti að láta athuga blettinn hjá lækni enda gæti hugsanlega verið um húðkrabbamein að ræða. Vertu vakandi fyrir eftirfarandi breytingum:

Vertu vakandi fyrir þessu:

  • Fæðingarbletti sem tekur breytingum, t.d. hvað varðar stærð, lögun eða lit
  • Ef blettur er ósamhverfur, með óreglulega jaðra eða hefur fleiri en einn lit
  • Ef hrúður myndast á fæðingarbletti eða sár myndast í honum
  • Ef viðvarandi kláði er í fæðingarbletti eða einhverskonar breyting verður á tilfinningu í honum
  • Ef nýr blettur myndast með einhverjum af ofangreindum einkennum

Gott er að venja sig á að skoða líkama sinn reglulega og horfa eftir fæðingarblettum. Þá getur maður tekið eftir ef nýir blettir bætast við eða breytingar verða á þeim sem eru þegar til staðar. Hægt er að nota spegil til að skoða bak og hnakka eða fá aðstoð frá öðrum.

Verði vart við nýja fæðingarbletti eða breytingar á bletti ætti að láta athuga blettinn hjá lækni.

Hér má lesa um fleiri einkenni sem geta verið merki um krabbamein.

Nauðsynlegt er að bregðast við einkennum því ef um krabbamein er að ræða eru mestar líkur á að meðferð beri árangur því fyrr sem hún getur hafist. Mikilvægt er að leita sér ráða ef eitthvað er öðruvísi en venjulega, án skýrra orsaka eða stendur yfir í langan tíma.

Þrátt fyrir einkenni er ekki víst að um krabbamein sé að ræða.

Næstum öll einkenni sem krabbamein geta haft í för með sér geta einnig verið til marks um ýmislegt annað. Mikilvægt er þó að fá úr því skorið hjá lækni.


Var efnið hjálplegt?