Beint í efni

Er það virki­lega áhætt­unnar virði að fara í ljós?

Sumir hugsa kannski: "Æ, þetta er bara smá brúnka. Mér finnst ég líta betur út og þetta tekur svo stuttan tíma - þetta getur varla verið svo mikið mál ? "

Gefðu þér stund til að kynna þér málið og hugsa þetta til enda:

  • Samkvæmt lögum mega börn og unglingar yngri en 18 ára ekki nota ljósabekki. Það er ekki að ástæðulausu.  
  • Ljósabekkir eru staðfestur krabbameinsvaldur skv. Alþjóðlegu krabbameinsrannsóknastofnuninni (IARC) og tilheyra flokki 1 krabbameinsvalda, þar sem m.a. sígarettur eru einnig.  

  • Útfjólubláir geislar geta skaðað erfðaefni húðfruma og þannig aukið líkurnar á húðkrabbameinum, þar á meðal sortuæxlum sem er alvarlegasta tegund húðkrabbameina. 

  • Árlega greinast að meðaltali um 60 einstaklingar á Íslandi með sortuæxli og 11 deyja af völdum þess.  

  • Ljósabekkir gefa frá sér útfjólubláa geislun sem er mun sterkari en í sólarljósi. Þeir geta valdið skaða á húð á mjög stuttum tíma. 
  • Húð yngri einstaklinga er viðkvæmari en þeirra sem eldri eru, þess vegna er þeim enn hættara við skaða af völdum útfjólublárra geisla sem leitt getur til krabbameins seinna meir. 
  • Hrukkumyndun, öldrunarblettir og slappleiki húðar kemur fyrr fram ef húð hefur orðið fyrir skaða af völdum útfjólublárra geisla. 

  • Engin sólbrúnka er „örugg“ eða „holl“. Brúni liturinn er varnarviðbragð húðarinnar þegar útfjólubláir geislar fara að valda skaða.  

  • Því oftar og meira sem húðin verður brún eða brennur, því meir aukast líkurnar á húðkrabbameini seinna meir. 

Öllum er alfarið ráðlagt frá því að nota ljósabekki.  

Einnig er öllum ráðlagt að verja sig gegn mikilli sól við leik og störf úti við.  

Nánara fræðsluefni um sólarvarnir.

Nánara fræðsluefni um húðkrabbamein.