Beint í efni

Við­brögð leik- og grunn­skóla við and­láti í fjöl­skyldu skóla­barns

Höfundur: Elfa María Geirsdóttir

Lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda.

Í þessari ritgerð er leitast við að kanna hver staða barns sé innan og utan fjölskyldu
þegar barnið verður fyrir ástvinamissi, hvort sem um foreldri eða náinn ástvin ræðir.
Rannsóknarspurningin er: Hver eru helstu viðbrögð og þjónusta innan skóla við
foreldramissi hvað úrræði og úrbætur snertir? Í upphafi rannsóknarinnar var sett fram
sú tilgáta að fleiri grunnskólar en leikskólar væru með áfallaáætlun á landsvísu og að slík
áætlun væri í færri skólum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.