Beint í efni

Þegar foreldri deyr

Foreldrideyr-1

Þegar foreldri deyr

Miðlægt ráðgjafar- og stuðningsteymi Krabbameinsfélagsins veitir ráðgjöf og stuðning til fagfólks skóla og heilsugæslu sem starfar með börnum eftir andlát foreldra.  Þar starfa sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar.

Ráð­gjöf og stuðn­ing­ur fyr­ir skóla og heilsu­gæslu.

Þegar foreldri deyr þurfa börn langvarandi stuðning. Börn eru mismunandi og þurfa því mismunandi stuðning, þó margt sé sameiginlegt. Leiðbeiningar varðandi stuðning við börn í sorg má nálgast hér. 

Bangsi
Foreldrideyr2

Áfalla­áætl­un

Samkvæmt Aðalnámsskrá skulu leik- og grunnskólar hafa sérstaka áfallaáætlun sem hugsuð er sem vinnuáætlun um hver gerir hvað, í hvaða röð og hvernig til að geta á sem faglegastan hátt brugðist við skyndilegum áföllum nemenda líkt og þegar foreldri deyr.