Beint í efni
VMA

Styrk­leik­ar VMA og nem­enda­fé­lags­ins Þór­dunu

Verkmenntaskólinn á Akureyri og nemendafélagið Þórduna standa fyrir Styrkleikum þann 14. október.

Þá munu nemendur og starfsfólk skólans skiptast á að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í 12 klukkustundir. Styrkleikarnir snúast um samstöðu, samveru og samtakamátt nemenda í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.

Nemendur standa fyrir áheitasöfnun og safna fé fyrir Krabbameinsfélagið sem nýtist til krabbameinsrannsókna ásamt því að veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu. Þjónusta Krabbameinsfélagsins er öllum að kostnaðarlausu og gerir verkefni eins og Styrkleikarnir meðal annars, félaginu kleift að halda úti þjónustunni.