Beint í efni
Óttinn við að endurgreinast

Ótt­inn við að end­ur­grein­ast (tvö skipti)

Óttinn við að greinast aftur með krabbamein er mjög algengur meðal fólks sem lokið hefur krabbameinsmeðferð.

Óttinn við endurgreiningu getur skert lífsgæði, aukið vanlíðan og dregið úr getu fólks til að aðlagast breyttum aðstæðum. Einnig getur fólk upplifað fjölda líkamlegra einkenna sem rekja má til þessa ótta.

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir hvað felst í þessum ótta, hvaða einkenni fólk finnur fyrir, og leiðir til þess að takast á við óttann við að endurgreinast.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið krabbameinsmeðferð og hafa upplifað ótta við að endurgreinast.

Námskeiðið er í tveimur hlutum, mánudagana 4. og 11. nóvember kl. 13:00 – 14:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.

Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krabbameinsfélagsins

Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.