Námskeið: Jólakransagerð
Gerðu þinn eigin jólakrans úr lifandi greni.
Höfum það huggulegt í aðdraganda jólanna. Komum saman, búum til jólakrans úr lifandi greni, hlustum á jólalög, drekkum heitt súkkulaði og borðum smákökur. Ekkert þátttökugjald.
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Efni á staðnum en þér er frjálst að taka með eigið efni úr náttúrunni eða skraut. Ef þú átt töng til að vinna með þá máttu endilega kippa henni með.
Námskeiðið verður miðvikudaginn, 3. desember, kl. 13:00-16:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, 4. hæð.
Skráning og nánari upplýsingar á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
