Beint í efni
Hugræn endurhæfing

Nám­skeið: Hug­ræn end­ur­hæf­ing (1/4)

Námskeið sem felur í sér markvissa þjálfun heilans.

Rannsóknir sýna að markviss þjálfun hugarstarfs sé árangursrík leið til að byggja upp hugræna ferla og þannig auka árangur í lífi og starfi. Námskeiðið byggir á aðferðum NEAR (neurocognitive educational
approach to remediation) og CCT (compensatory cognitive training), gagnreyndar meðferðir við hugrænum vanda.  

Notast er meðal annars við tölvuforrit en einnig eru
kenndar gagnlegar aðferðir til að hámarka hugarstarf í daglegu lífi. Hver tími
byggist upp af verkefnavinnu, umræðum og heilaþjálfun.

Námskeiðið felur einnig í sér fræðslu í formi
netfyrirlestra sem þátttakendur kynna sér á milli tíma. Þátttakendur fá aðgang
að mínum síðum Heilaheilsu þar sem þeir geta nálgast allt efnið á meðan á
námskeiði stendur.

Fyrirlestrarnir innihalda fræðslu um efni sem er mikilvægt
að þátttakendur þekki vel, þegar markmiðið er að efla hugarstarf. Hver
fyrirlestur er um 15- 20 mínútur. Auk þess er ætlast til þess að þátttakendur
stundi heilaþjálfun að minnsta kosti 1x í viku í 30-60 mínútur. 

Námskeiðið er í fjögur skipti á föstudögum, frá 19. september - 10. október, kl. 13:00 – 14:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. 

Leiðbeinandi: Dr. Ólína G. Viðarsdóttir, einn eigandi Heilaheilsu og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Ólína er einn af helstu sérfræðingum í hugrænni endurhæfingu á Íslandi. 

Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.

Ráð­gjöf og stuðn­ing­ur þér að kostn­að­ar­lausu

Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.