Námskeið: Heilnæm útivist og fræðsla (1/14)
Í samvinnu við Ferðafélag Íslands
Vikulegar göngu- og fróðleiksferðir fyrir fólk sem einhvern tímann hefur greinst með krabbamein og aðstandendur.
Heilnæm útivist - andleg og líkamleg heilsubót!
Krabbameinsfélagið, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, býður upp á vikulegar göngur sem fléttaðar eru ýmiskonar fróðleik um náttúru og sögu. Námskeiðið býðst öllum sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra.
Markmiðið er að njóta hollrar útivistar, fræðslu og félagsskapar við fólk sem deilir reynsluheimi og stuðla þannig að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferðar vegna þess.
Fararstjórn og umsjón er í höndum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, fararstjórum hjá Ferðafélagi Íslands.
Námskeiðið hefst 13. september og stendur til 13. desember, alls 14 skipti.

Fyrirkomulag og kostnaður
Gengið er að mestu á sléttu landi og ættu flestir að geta ráðið við göngurnar sem eru fléttaðar ýmiskonar áhugaverðum fróðleik um náttúru og sögu.
- Gengnar eru mismunandi leiðir á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni þess.
- Gengið er á laugardögum frá 13. september – 14. desember, alls 14 skipti.
- Lagt er upp klukkan 10:00 og vara göngurnar að jafnaði í um tvo klukkutíma.
Hægt er að mæta í stakt skipti endurgjaldslaust til að prófa hvort göngurnar henti. Þátttökugjald á námskeiðinu fyrir hvern einstakling er 5.000 kr (samanlagt fyrir allar göngurnar).
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
Áætlun (með fyrirvara um breytingar)
Áætlunin er lögð fram með þeim fyrirvara að umsjónarmenn geta hnikað til dagsetningum til þess að mæta veðri. Ekki er heldur víst að göngur verði farnar í þeirri röð sem þær birtast hér heldur er í valdi umsjónarmanna að velja verkefni eftir aðstæðum og veðri.
- 13. september. Gengið umhverfis Rauðavatn og skyggnst eftir listaverkum sem þar leynast.
- 20. september. Gengið umhverfis Hvaleyrarvatn eftir skógarstígum.
- 27. september. Gengið umhverfis Grafarvog og gáð að gömlum sumarbústöðum og mannvistarleifum.
- 4. október. Gengið að Elliðakoti til að skoða rústir og beðasléttur.
- 11. október. Gengið um Laugardal frá sundlaugum og horft eftir þvottalaugum og listaverkum.
- 18. október. Gengið um Rauðhóla í leit að gömlum leikhúsum og sumardvalarheimilum barna.
- 25. október. Gengið frá Reykjalundi upp í Skammadal til þess að rifja upp sögu kartöfluræktar og leigu garðlanda.
- 1. nóvember. Gengið frá Kaldárseli í Helgadal umhverfis Kaldárhnúka og horft eftir vatnsveitumannvirkjum og hellum.
- 8. nóvember. Gengið umhverfis Reynisvatn.
- 15. nóvember. Gengið frá Hafravatnsrétt fram í Þormóðsdal og leitað að gömlum gullnámum.
- 22. nóvember. Gengið meðfram Úlfarsfelli frá skógrækt og skyggnst eftir kirkjugörðum framtíðar og fleiru.
- 29. nóvember. Gengið um Heiðmörk frá Elliðavatni og hugsað um vatnsvernd, aðgengi og lýðheilsumarkmið.
- 6. desember. Gengið um Öskjuhlíð og skyggnst eftir hersetuminjum og saga járnbrauta á Íslandi rifjuð upp.
- 13. desember. Gengið frá Esjustofu fram í Kollafjörð. Allir koma með smákökur.