Beint í efni
Jólabókastund

Jóla­bóka­st­und

Við hjá Krabbameinsfélagi Íslands bjóðum öll velkomin í notalega samveru í aðdraganda jóla.

Við hjá Krabbameinsfélagi Íslands bjóðum öll velkomin í notalega samveru í aðdraganda jóla þar sem rithöfundarnir: Guðný Sara Birgisdóttir (Brá fer á stjá), Einar Kárason (Sjá dagar koma) og Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir (Piparmeyjar - Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi) lesa vel valin brot úr nýútgefnum bókum sínum. 

Boðið verður uppá heitt súkkulaði og smákökur. 

Jólabókastundin verður miðvikudaginn 10. desember, kl: 12:00 – 13:00  í húsnæði Krabbameinsfélagsins  Skógarhlíð 8,1. hæð. 

Skráning er óþörf og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.