Námskeið: Heilinn og hamingjan; fræðsla og Jóga Nidra (3/4)
Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig áföll og streita geta mótað og haft áhrif á heila og taugakerfi okkar.
Þessi nálgun útskýrir vel áhrifin á líðan okkar en einnig viðbrögð við ýmsum aðstæðum í daglegu lífi.
Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein en markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti aukið frið og vellíðan í daglegu lífi. Kynntar verða ýmsar leiðir til að styrkja taugakerfið, breyta gömlum mynstrum og auka vellíðan með nokkuð einföldum aðferðum.
Hver tími endar á Jóga Nidra slökun og hljóðheilun þar sem legið er á mjúkum svampdýnum eða í hægindastól.
Námskeiðið er í fjögur skipti, þriðjudagana 14. október til 4. nóvember, kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8. Ekkert þátttökugjald.
Leiðbeinandi: Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
Umsagnir um námskeiðið:
„Ætti að vera skyldunámskeið fyrir alla sem greinst hafa með krabbamein - og jafnvel aðra líka. Ótrúlega fræðandi og gefandi."
„Námskeiðið var mjög fræðandi, varpað ljósi á ýmislegt og jók skilning á bæði líkamlegri og andlegri líðan. Gaf ýmiss verkfæri sem nýtast til framtíðar."