Heilaheilsa og hugræn endurhæfing ( 1/5 )
Á námskeiðinu er fjallað um heilaheilsu og hvernig hugrænir þættir s.s. einbeiting, athygli, vinnsluhraði og minni hafa áhrif á okkar daglega líf. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í krabbameinsmeðferð.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi, öðlist betri innsýn í eigin hugræna styrkleika og veikleika ásamt því að læra leiðir til þess að þjálfa hugann.
- Heilaheilsa og hugrænir þættir, s.s. einbeiting, athygli, minni, vinnsluhraði, félagsskilningur og áhrif þeirra á daglegt líf.
- Leiðir til að auka innsýn í eigin hugræna styrkleika og veikleika.
- Hugræn þjálfun með tölvuforritum
Þátttakendur þurfa að hafa með sér spjaldtölvu eða snjallsíma og heyrnartól.
Námskeiðið er í fimm skipti, föstudagana 6. febrúar til 6. mars, kl. 14:00 – 15:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8.
Ólína G. Viðarsdóttir hefur umsjón með námskeiðinu hún er með B.A. og kandidatspróf í sálfræði auk þess að hafa lokið doktorsprófi í líf- og læknavísindum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Ólína hugræna getu, og áhrif hugrænnar endurhæfingar á hugræna getu, líðan og færni í daglegu lífi.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.
