Fjarnámskeið: Bætt rútína, betri svefn, betri líðan (1/4)
Fjögurra vikna námskeið þar sem lögð er áhersla á að bæta svefnrútínu, stuðla að góðum svefnvenjum og þar með betri svefni og líðan.
Farið verður yfir áhrif streitu og ýmissa lífsstílstengda þátta á svefn og líðan.
Þátttakendur fá verkfæri í hverri viku sem stuðla að því að bæta rútínu og svefn. Einnig verður lögð áhersla á áhrif streitu og lífsstilstengda þátta á svefn og vellíðan.
Námskeiðið er vikulega í fjögur skipti, miðvikudagana 22. október - 12. nóvember kl. 13:00 – 14:00 og er fjarnámskeið. Ekkert þátttökugjald.
Leiðbeinandi er Inga Rún Björnsdóttir, sálfræðingur hjá Betri svefni.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
Umsagnir um námskeiðið:
„Ég mun mæla með því að fólk nýti sér þetta námskeið ef svefnvandamál eru fyrir hendi , ég hætti að nota útvarp og skjá nokkru fyrir svefn og fór fram í stað þess að liggja andvaka og það virkaði vel".
„Var gott að koma rútínu á svefn vakna á sama tíma og sofna á sama tíma".