Akureyri - Jafningastuðningur fyrir konur
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á jafningastuðning fyrir konur sem eru með eða hafa lokið meðferð á seinustu mánuðum.
Hópurinn hittist annan hvern fimmtudag á skrifstofu KAON, Glerárgötu 24, kl. 13:30-15:00.
Umsjónaraðilar: Hulda Sædís hjúkrunarfræðingur PhD. og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins og Marta Kristín verkefnastjóri KAON.
Þær sem hafa áhuga á að mæta í hópinn þurfa að hafa samband við skrifstofu KAON með því að senda póst á kaon@krabb.is eða hringja í síma 461-1470.
Dagsetningar
29. janúar
12. og 26. febrúar
12. og 26. mars
9. apríl
7. maí
