Akureyri - Fyrirlestur um meðhöndlun einkenna tíðarhvarfa eftir brjóstakrabbameinsmeðferð
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á fyrirlestur með Orra Ingþórssyni, yfirlækni fæðinga- og kvensjúkdómalækninga.
Hvar: Glerárgata 24, 3. hæð.
Skráning: Til þess að áætla fjölda þarf að skrá sig með því að senda póst á kaon@krabb.is eða með því að hringja í síma 461-1470.
Léttar veitingar, þátttaka ókeypis og öll velkomin.
Við hlökkum til að sjá sem flesta.
Fyrirlesturinn er styrktur af Velunnurum Krabbameinsfélagsins.
