Hreyfingin er frí frá áhyggjum
Kári Kristján Kristjánsson ákvað að sitja ekki á varamannabekknum í eigin lífi og láta einhvern annan redda þessu heldur vera inn á og vita nákvæmlega hvað væri að fara að gerast.
Hann segist ekki hafa verið tilbúinn að segja frá og tala alltaf um þetta en samt sem áður verið að hugsa um þetta allan sólarhringinn.
,,Ætli það hafi ekki verið svona fjögur, fimm ár sem maður var bara rosalega hræddur”
Kári ákvað að taka ábyrgð á eigin heilsu því hann væri að fara ganga í gegnum þetta og vildi því vita hvað væri að fara að gerast, hver væru næstu skref. Æxlið í bakinu segir hann bara vera þarna í dag, hann fari í sínar myndatökur, skoðanir, sé undir eftirliti og hreyfi sig.
,,Hreyfingin er frí frá áhyggjum”