Beint í efni
Unnur Eir & Lovísa

Bleika slauf­an x Unn­ur Eir & Lov­ísa 2023

Hönnuðir Bleiku slaufunnar árið 2023, Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, lögðu upp með að slaufan yrði mjög bleik, til að undirstrika þá kynngimögnuðu samstöðu sem leysist úr læðingi þegar samfélagið allt hjúpar sig bleikum ham.

Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan er sú bleikasta frá upphafi. Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og heild þeirra táknar þéttan stuðning samfélagsins. Með því að klæðast bleiku og bera Bleiku slaufuna í október sýnum við samstöðu í verki.

Þessi sýnileiki flytur fjöll og getur breytt öllu fyrir þau sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.