Beint í efni

Viltu koma með í göngu á sunnu­dag­inn?

Frá því í janúar hefur námskeiðið „Heilnæm útivist með fræðsluívafi“, samstarfsverkefni Krabbameinsfélagsins og Ferðafélags Íslands, staðið yfir og mikil ánægja verið meðal þátttakenda.  

Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Gengið hefur verið í hvert sinn í u.þ.b. 2 klst. með fræðslu- og spjallhléum á mismunandi gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni þess.  

Okkur langar að bjóða áhugasömum að koma með okkur og prófa.  

Sunnudaginn 9. júní kl. 10:00 munum við ganga frá Gljúfrasteini inn að Helgufossi.

Gengnir verður í 2 klukkustundir, með fræðsluhléum. Boðið verður upp á að snúa fyrr við og fara styttri vegalengd fyrir þá sem vilja.  

Upphaf göngu verður frá Gljúfrasteini.

MUNDU AÐ KLÆÐA ÞIG Í SAMRÆMI VIÐ VEÐURSPÁ OG VERA Í GÓÐUM SKÓM! 

Eftirtalin fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið og erum við afar þakklát fyrir stuðning þeirra - Sportvörur, Myllan, Fjallakofinn og Útilíf