Þín reynsla getur verið vonarneisti fyrir einhvern annan í sömu sporum
Vilt þú deila með okkur þinni sögu og gefa mikilvæga innsýn í líf þeirra sem krabbamein hefur snert?
Við heyrum það reglulega hjá okkar fólki hversu dýrmætt það er að geta speglað sig í öðrum. Að heyra sögu einhvers sem raunverulega skilur hvernig það er að vera með krabbamein, eða vera aðstandandi einhvers með krabbamein.
Við viljum skapa rými fyrir þessar sögur, bæði fyrir þau sem vilja deila og fyrir þau sem hlusta. Með því að leggja áherslu á raddir þeirra sem reynsluna hafa verður til mikilvæg innsýn inn í lífið með og eftir krabbamein. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að miðla reynslusögum, bæði í tengslum við stóru árvekniátökin okkar, Bleiku slaufuna og Mottumars, en ekki síður í daglegu starfi félagsins.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt og deila þinni sögu þá langar okkur gjarnan að heyra frá þér. Það felst engin skuldbinding í að skrá sig heldur gefur þá okkur einungis leyfi til að hafa samband við þig og kanna málið, hægt er að draga sig til baka hvenær sem er.

