Beint í efni

Takk fyr­ir kon­una í Bleiku búð­inni

Hanna frá Jaðri leikur sér með tungumálið í listsköpun sinni. Tvö verka hennar, með viðeigandi áletruninni Takk fyrir konuna, eru nú til sölu í Bleiku búðinni og rennur ágóðinn óskiptur til Bleiku slaufunnar.

Myndlistakonan Hanna Jónsdóttir (Hanna frá Jaðri) var m.a. búin að reyna fyrir sér í hjúkrunarfræði og álverinu í Straumsvík áður en hún endaði í vöruhönnunarnámi í Hollandi. Verkin hennar innihalda viljandi stafsetningarvillur eða útúrsnúning úr þekktum máltækjum og vekja þannig óvænt hugrenningatengsl. Í viðtali við Víðsjá frá september 2023 sagði hún um listina sína: „Hvað er hægt að segja með svona fáum stöfum sem er samt eitthvað?“

Hanna nálgast verk sín með nýtni og útsjónarsemi að leiðarljósi og segir það eiga rætur sínar í  uppeldinu í Suðursveit. Hún hefur unnið með alls konar efnivið, en nýlega sýndi hún textaverk sem voru unnin með olíu- og akríllitum á fundinn efnivið. Hanna hefur gert nokkrar útfærslur af verkinu Takk fyrir konuna, en verkin sem Bleika búðin hefur til sölu eru fagurbleik á litinn og bæði unnin á bakka.

Um er að ræða einstakt tækifæri til að styrkja veglega við Bleiku slaufuna og eignast um leið einstakt verk eftir fjölhæfa listakonu.

  • Takk fyrir konuna listaverk