Takk fyrir komuna
Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.
Á fimmtudaginn síðastliðinn fór fram málþing undir yfirskriftinni Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við. Að málþingi loknu bauð félagið upp á léttar veitingar ásamt veggspjaldakynningum um krabbameinsrannsóknir. Þátttaka var gjaldfrjáls og öllum opin, auk þess sem málþinginu var streymt í beinni á Vísi. Fjölmargir lögðu leið sína til okkar til að hlýða á fyrirlesarana og fræðast um vísindin á mannamáli.
Við þökkum öllum þeim sem komu að ráðstefnunni með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir sitt framlag og öllum sem hlustuðu fyrir að láta sig málið varða.
Hér er hægt að nálgast upptöku frá málþinginu.