Beint í efni

Sumar­happ­drættið: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti um 52,4 milljónir króna. 

Aðalvinningurinn er Opel Mokka-e Ultimate rafmagnsbíll með aukabúnaði að verðmæti rúmar 6 milljónir króna frá bílaumboðinu Brimborg. Tveir vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna. Tuttugu vinningar eru Trek rafmagnshjól Allant+7, 2022, hvert að verðmæti um 530 þúsund krónur. Tíu vinningar eru golf PowaKaddy rafmangskerrur, hver að verðmæti um 180 þúsund krónur. Vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur, eru 100 talsins. Einnig eru 120 vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 17. júní.Kaupa miða í vefverslun

Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein helsta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Krabbameinsfélagið hvetur stuðningsmenn sína til að bregðast vel við og kaupa heimsenda miða. Happdrættismiðarnir eru sendir sem greiðsluseðlar til að auðvelda þeim sem vilja taka þátt í happdrættinu að greiða miðana í heimabanka/netbanka og eiga jafnframt möguleika á glæsilegum vinningum. Greiddur heimsendur miði er með tvöfaldar vinningslíkur (tvö miðanúmer). Miðar eru einnig til sölu í vefverslun Krabbameinsfélagsins (krabb.is) og á skrifstofu félagins að Skógarhlíð 8. Upplýsingar eru gefnar í síma 540 1928. Einnig má hafa samband ef óskað er eftir að borga með greiðslukorti. Krabbameinsfélagið hefur haft það fyrir venju í marga áratugi að hringja í vinningshafa heimsendra miða og tilkynna þeim um vinninga. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happdrættis Krabbameinsfélagsins.

Ár hvert greinast að meðaltali um 1.800 manns með krabbamein hér á landi. Lífslíkur krabba­meins­sjúklinga hafa aukist mjög mikið og er það þakkað forvörnum, betri skilningi á orsökum krabba­meins, greiningu á fyrri stigum og markvissari meðferð. Nú eru um 17.000 einstaklingar á lífi sem hafa fengið krabbamein. Þriðji hver Íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Um fjórðung dauðsfalla á Íslandi má rekja til krabbameins.

Kaupa miða í vefverslun