Beint í efni

Styrk­ir til Krabba­meins­rann­sókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins er fjármagnaður með styrkjum frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Með þeim styrkjum hefur með sameinuðu átaki tekist að efla stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi.

Á þessu ári er stefnt að því að 30% úthlutunar fari til klínískra rannsókna. Sérstaklega er hvatt til umsókna vegna rannsókna á krabbameinum hjá börnum þar sem sjóður Kristínar Björnsdóttur sem ætlaður er þeim sérstaklega, var hluti af stofnfé Vísindasjóðsins. 

Rynkeby-sjóður SKB

Á árunum 2017 - 2021 styrkti Team Rynkeby Ísland Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) um 80 milljónir króna sem skyldu renna til rannsókna á krabbameinum hjá börnum. Í ár verður úthlutað rannsóknarstyrkjum úr Rynkeby-sjóði SKB samhliða úthlutun úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

Farið verður með þær umsóknir á sama hátt og aðrar umsóknir í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins, eftir því sem við á, þannig að faglegar kröfur Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins gilda. Úr sjóðnum er einungis hægt að sækja um styrki til rannsókna sem tengjast krabbameinum hjá börnum. Sótt skal um þennan styrk á sérstöku eyðublaði. Sækja má um í báða sjóði vegna sömu rannsóknar.

Hámarksupphæð styrks er kr. 10.000.000Sama verkefni getur fengið styrk að hámarki í þrjú ár.Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 4. marsUmsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is.Taka skal fram ef um er að ræða umsókn um styrk úr Rynkebysjóði SKB.Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna hér.