Beint í efni

Starfs­fólk í náms­ferð til Stokk­hólms

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður takmörkuð dagana 12. – 14. júní vegna námsferðar starfsmanna til Stokkhólms.

Starfsmenn félagsins munu meðal annars sitja vinnustofur með kollegum sínum hjá Cancerfonden, sænska krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að koma heim með fullar töskur af gagnlegum upplýsingum og svolitlu sólskini.

Viðbótaropnun um helgina:

Þrátt fyrir takmarkaða starfsemi þessa daga verður opið hjá félaginu laugardaginn 15. júní og sunnudaginn 16. júní milli kl. 10 og 14 og 17. júní frá kl. 10 til 16.