Sorgarfregn
Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir lést á Landspítalanum þann 13. júli sl.
Ásgerður sat í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins, frá árinu 2020 til dánardags, meðal annars sem varaformaður stjórnar sjóðsins. Hún gegndi einnig stjórnarstörfum fyrir Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og lagði ýmsum verkefnum Krabbameinsfélags Íslands lið með margvíslegum hætti.
Krabbameinsfélagið þakkar Ásgerði góða samfylgd og öll sín störf í þágu félagsins og málstaðarins og vottar fjölskyldu hennar og samstarfsfólki innilega samúð.
Ljósmyndin af Ásgerði er tekin úr fræðslumyndbandi um krabbamein í blöðruhálskirtli sem gefið var út af Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins árið 2021.