Slökun - Tenging við náttúru II
Það er gott að grípa til slökunar til að róa hugann og taugakerfið. Þessi slökun byggir á tengingu við náttúruna, þakklæti og hjartað.
Komdu þér vel fyrir þannig að líkaminn nái að vera slakur. Gefðu þér leyfi til að taka nokkrar mínútur frá, eingöngu fyrir þig og tengjast móðir jörð. Slökun þarf gjarnan að ástunda reglulega til að ná árangri og dýpt. Gangi þér vel.
Hér má hlýða á Slökun - Tenging við náttúru II
Auður E. Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá ráðgjafar- og stuðningsþjónustu Krabbameinsfélagins leiðir slökunina.
Krabbameinsfélagið býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendur og þá sem misst hafa ástvin úr krabbameini, þeim að kostnaðarlausu.
Hafðu samband í síma 800 4040 eða á radgjof@krabb.is.