Slökun - Öruggi griðarstaðurinn
Þegar þú upplifir kvíða, óvissu eða vilt auka vellíðan er gott að grípa til slökunar, skapa sér stað í huganum sem gefur tilfinningu um öryggi og ró.
Það er gott að gera þessa hugleiðslu eins oft og þarf til að móta staðinn þinn vel svo að það sé auðvelt að hverfa á hann hvenær sem þú þarft á að halda.
Hér má hlýða á Slökun - Öruggi griðarstaðurinn.
Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá ráðgjafar- og stuðningsþjónustu Krabbameinsfélagins leiðir slökunina.
Krabbameinsfélagið býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendur og þá sem misst hafa ástvin úr krabbameini, þeim að kostnaðarlausu.
Hafðu samband í síma 800 4040 eða á radgjof@krabb.is.