Beint í efni

Sér­stök stærri út­hlut­un úr Vís­inda­sjóði Krabba­meins­fé­lags­ins

Styrkir til rannsókna á krabbameinum í börnum og unglingum og aðhlynningar krabbameinssjúkra barna. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 2024.

Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 47 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017. Styrkirnir eru 83 talsins alls að upphæð 455,5 milljónir króna.

Samkvæmt skipulagsskrá skal sjóðurinn m.a. styrkja verkefni sem eru í samræmi við vilja Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna en fjórðungur stofnframlags Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var erfðagjöf hennar.

Hægt er að sækja um styrk til verkefna og rannsókna á krabbameinum í börnum og unglingum.

Frekari upplýsingar

Sérstakar úthlutunarreglur vegna stærri úthlutunarEyðublað fyrir umsókn um styrk úr sérstakri stærri úthlutunUmsóknarfrestur er til 29. febrúar 2024. Sjá auglýsinguUmsóknir skal senda á netfangið visindasjodur@krabb.isFyrirspurnir skal senda á netfangið visindasjodur@krabb.isNánari upplýsingar um Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins má finna hér.