Beint í efni

Saga Arn­dísar

Arndís Thorarensen hefur tvisvar sinnum greinst með brjóstakrabbamein, fyrst 39 ára og svo aftur fimm árum síðar. Hún vill ráðleggja þeim sem eru að greinast eða byrja í svona ferli að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta er erfitt og þiggja hjálp, því það sé mikið af góðri hjálp í boði.

Arndís Thorarensen hefur tvisvar sinnum greinst með brjóstakrabbamein. Í fyrra skiptið var hún 39 ára og upplifði sig í kjölfarið sem öðruvísi þjóðfélagsþegn sem væri minna virði. Hún var rétt byrjuð að jafna sig og fannst lífið vera komið á góðan stað þegar hún varð fyrir því áfalli að greinast aftur. „Fimm árum seinna greindist ég aftur með sama mein á sama stað.“ Hún þurfti að fara í fleiri meðferðir en nú, tveimur árum síðan upplifir hún að hún sé að endurheimta fyrri orku aftur.

Þetta er dálítið nýtt líf, það snýst allt svolítið svona við og svo lærir maður á nýja lífið.

Arndís vill ráðleggja þeim sem eru að greinast eða byrja í svona ferli að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta er erfitt og þiggja hjálp, því það sé mikið af góðri hjálp í boði.

Þó að maður ætli að vera jákvæður og bjartsýnn og sterkur þá er þetta sorgarferli sem maður þarf að fara í gegnum. En það mun lagast og sérstaklega ef maður fær góða hjálp.

Arndís segir Bleiku slaufuna vera tækifæri fyrir alla að leggjast á eitt að gefa til baka, ekki síst til krabbameinsrannsókna til að auka líkur á lækningu. Hún undirstrikar einnig mikilvægi þess hvað það getur haft góð áhrif á erfiðu dögunum að fá kveðju eða skilaboð um að einhver sé að hugsa til manns og segir það geta skipt mjög miklu máli.

Viðtalsupptaka Arndísar Thorarensen

https://www.youtube.com/watch?v=6WJIgGvpHtw