Beint í efni

Saga Ant­ons Helga Jóns­sonar

Þegar Anton Helgi skáld heyrði að hann væri með krabbamein, beygði hann af og fór að gráta. Hann segir alla sjúkdóma sögunnar hafa hellst yfir sig í einu lagi en eftir að hafa andað djúpt hafi hann gert sér grein fyrir í hve góðri stöðu hann væri, miðað við marga aðra.

Anton Helgi hafði legið heima með það sem talið var slæmt kvef og hálsbólga, en var á endanum skutlað upp á heilsugæslu og þaðan beint upp á bráðavakt. Í þeirri vendu fannst krabbamein í vinstri lunga sem leiddi til þess að nokkrum mánuðum síðan fór hann í uppskurð og hóf lyfjameðferð.

https://www.youtube.com/watch?v=SPVF7G6O_yI

,,Mér datt í hug einn daginn að horfa á listaverkin sem ég rakst á uppi á spítala og túlka þau á minn hátt í mínum veikindum“

Með þessu segir hann dvölina á spítalanum hafa orðið eins og að fara á listasafn, það hafi ekki verið leiðinlegt, kalt og dapurlegt heldur eitthvað annað og meira og gefandi.

,,Ég veit að margir gera eitthvað svona, á einn eða annan hátt, til að komast af!

Anton Helgi hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið en hann stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. 

Viðtalið við Anton Helga má lesa hér.