Beint í efni
Reykjavíkurmaraþon 2024

Reykja­vík­urmara­þon Ís­lands­banka er hand­an við horn­ið!

Nú þegar einungis nokkrir dagar eru í Reykjavíkurmaraþonið er tilhlökkunin að ná hámarki enda er viðburðurinn alveg stórkostlegur. 

Hlaupið fer fram næsta laugardag, 23. ágúst 2025. 

Eins og jafnan áður hlaupa margir fyrir Krabbameinsfélagið og leggja þannig sitt af mörkum til starfseminnar sem ávallt miðar að því að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa sjúkdóminn af og bæta lífsgæði þeirra sem greinast. Starfsemi  Krabbameinsfélagsins byggir alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.   

Hlaupararnir hafa margir tengsl á einn eða annan hátt við málstaðinn en hver og einn hleypur auðvitað á sínum forsendum. Við hjá Krabbameinsfélaginu vonum að hlaupararnir muni njóta hlaupsins og þökkum þeim og fólkinu sem á þá heitir kærlega fyrir stuðninginn.  

Krabbameinsfélagið verður með bás D-1 á sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll fimmtudaginn 21. og 22. ágúst og eru hlauparar hvattir til að koma þangað og ná sér í bol með merki félagsins. Starfsfólk félagsins mun taka vel á móti þeim og öllum öðrum gestum sem kíkja í heimsókn.  

Hvatningarstöð Krabbameinsfélagsins verður staðsett á Austurströnd 7 (við hliðina á Ísbúð Huppu). Við hvetjum alla til að slást í hópinn og taka þátt í að hvetja hlauparana áfram. 

Reykjavíkurmaraþon 2025

Það er frábær hópur sem mun hlaupa til styrktar félaginu í ár.
Hægt er að heita á okkar flottu hlaupagarpa hér og hvetjum öll sem hafa tök á að gera það.