Beint í efni

Ráð­stefna um krabba­meins­rannsóknir 21. sept­ember - taktu dag­inn frá!

Árleg ráðstefna Krabbameinsfélagsins um krabbameinsrannsóknir fer fram fimmtudaginn 21. september næstkomandi.

Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna og tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins.

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.

Dagskrá, skráning og nánari upplýsingar verða kynntar þegar nær dregur.

Takið daginn frá!