Ráðstefna Brakkasamtakanna og Krabbameinsfélagsins
Brakkasamtökin og Krabbameinsfélagið standa fyrir ráðstefnu dagana 5. og 6. september næstkomandi þar sem m.a. verður fjallað um áhættueftirlit, stuðning við arfbera og krabbameinsgreinda, nýjustu lyfjameðferðir og brjóstauppbyggingar og fósturvísagreiningar (PGT) á Íslandi. Opnunarviðburður ráðstefnunnar verður í Þjóðleikhúsinu þar sem einleikurinn „Why me?” verður fluttur.
Opnunarviðburður 5. desember
Dagskrá helgarinnar hefst með opnunarviðburði í Þjóðleikhúsinu þar sem einleikurinn „Why me?” verður sýndur.
Einleikurinn ,,Why me?" er byggður á sönnum atburðum úr lífi leikkonunnar Christinu Selden – þetta er hennar saga, hennar barátta og hennar von. Með heiðarleika og húmor dregur hún áhorfendur inn í óvissuna, sársaukann og einsemdina sem fylgir veikindum – en líka í kraftinn, gleðina og óvænta lífsgleði. ATH. einleikurinn er á ensku.
Verkið var frumsýnt á dönsku árið 2021 og sló strax í gegn – lof gagnrýnenda og áhorfenda sameinast í einni rós: "Það er ekki hægt að horfa á þessa sýningu án þess að finna til, og jafnvel brosa."
Höfundur og leikstjóri: Kamilla Wargo Brekling
Ekki missa af þessari frábæru sýningu sem verður aðeins sýnd hérlendis í þetta eina skipti – tryggðu þér miða strax í vefverslun Krabbameinsfélagsins!
Eftir leiksýninguna verður „show and tell“, og er sá viðburður eingöngu ætlaður konum. Þar munu konur sem hafa farið í áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir eða fengið brjóstakrabbamein sýna mismunandi brjóstauppbyggingu eða brjóstnámsör (þær sem hafa kosið að fara ekki í brjóstauppbyggingu).
Þá verður hægt að fylgjast með konu fá þrívíddar geirvörtutattoo á staðnum.
Húsið opnar kl. 18:00 og dagskrá hefst kl. 19:00.
Dagskrá ráðstefnunnar 6. september
SKREF FYRIR SKREF: Ráðstefna um áhættueftirlit, stuðning við arfbera og krabbameinsgreinda, nýjustu lyfjameðferðir og brjóstauppbyggingar og fósturvísagreiningar (PGT) á Íslandi.
Ráðstefnan fer fram laugardaginn 6. september í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Húsið opnar kl. 09:00 og dagskrá hefst kl. 09:30. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki, erfðaráðgjöfum, sjúklingum, arfberum, aðstandendum og öðrum áhugasömum.
Dagskrá
- 9:30 – Erindi formanns Brakkasamtakanna | Jóhanna Lilja Eiríksdóttir
- 9:40 – Opnunarorð fundarstjóra | Katrín Júlíusdóttir
- 9:50 – Setningarávarp | Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra
- 10:00 – Áhættueftirlit í kjölfar greiningar á BRCA og öðrum áhættuaukandi krabbameinsbreytingum | Hákon Björn Högnason, erfðafræðingur Landspítala.
- 10:30 – Sálrænn stuðningur og ráðgjöf fyrir krabbameinsgreinda, arfbera og aðstandendur | Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og teymisstjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
- 11:00 – Mismunandi möguleikar í brjóstauppbyggingu eftir krabbamein og áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir | Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, brjóstaskurðlæknir Landspítala / Klíníkinni
- 11:30 – Hádegishlé – léttar veitingar og kynningarbásar
- 12:15 – Nýjustu lyfjameðferðir við brjóstakrabbameinum og sértækir PARP hemlar fyrir BRCA arfbera með brjóstakrabbamein | Helga Tryggvadóttir, krabbameinslæknir Landspítala.
- 12:45 – Fósturvísagreiningar (PGT) á Íslandi | Þórir Harðarson, fósturfræðingur Sunnu frjósemi
- 13:15 – Spurningar og umræður í sal
Kynningarbása verður einnig hægt að skoða að ráðstefnu lokinni.
Markmið ráðstefnunnar
- Að veita heilbrigðisstarfsfólki og almenningi innsýn í nýjustu rannsóknir og meðferðir tengdar arfgengum krabbameinum.
- Að kynna fósturvísagreiningar sem hafa ekki verið í boði á Íslandi fram til þessa.
- Að skapa vettvang fyrir samræður milli fræðimanna, heilbrigðisstarfsfólks og einstaklinga með krabbamein og krabbameinsvaldandi erfðabreytur.