Beint í efni

Ráð­herr­um þakk­að fyr­ir að standa með lýð­heils­unni

Nýlega sendi Krabbameinsfélagið bæði félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra bréf til að þakka þeim fyrir að hafa tekið mjög skýra afstöðu gegn auknu aðgengi að áfengi í gegnum netsölu.

Vitað er að allt aukið aðgengi að áfengi ásamt auknum sýnileika eykur neyslu þess og öll slík aukning hefði neikvæð áhrif á heildarheilsufar þjóðarinnar ásamt tilheyrandi kostnaði. Meðal annars hefði aukin áfengisneysla í för með sér fleiri tilfelli krabbameina. Því er sannarlega þakkarvert þegar ráðandi aðilar láta í ljósi afstöðu sem styður heilsu og heill landsmanna gegn gríðarlegum þrýstingi markaðsafla. Það sýnir bæði skynsemi og hugrekki.

Hér má sjá bréfið til ráðherra í heild sinni.

Krabbameinsfélagið tekur heilshugar undir með stjórn Læknafélags Íslands, Landlækni, Valgerði Rúnarsdóttur forstjóra Vogs og öllum öðrum sem hafa undanfarið reynt að opna augu þeirra ráðamanna sem virðast telja litla þörf á hömlum á áfengissölu fyrir því að slíkt muni sannarlega vera ógæfuspor fyrir þjóðina.

Sjá nánar: