Beint í efni

Nýtt Frétta­bréf Krabba­meins­fé­lags­ins

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum alltaf að leita nýrra leiða til að koma fróðleik og fréttum á framfæri. Nýjasta viðbótin í flóruna er Fréttabréf Krabbameinsfélagsins, sem hóf göngu sína í haust.

Fréttabréf Krabbameinsfélagsins kemur út á þriggja vikna fresti og er sent á alla þá sem eru skráðir á póstlista Krabbameinsfélagsins. Að auki má nálgast efnið á heimasíðu félagsins, en til þæginda höfum við tekið saman hlekkina hér að neðan.

Fréttabréf Krabbameinsfélagsins nr. 4/2023

Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina fjölgar hratt í hópi þeirra sem eru á lífi og hafa greinst með krabbamein. Í lok árs 2000 taldi hópurinn 7.500 manns, í lok árs 2021 voru þau um 17.000 og gert er ráð fyrir að árið 2035 verðu þau að lágmarki 24.300. Langstærstur hluti hópsins, um 50-60% samkvæmt erlendum rannsóknum, mun þurfa að takast á við langvinnar aukaverkanir eða síðbúnar afleiðingar af krabbameini og meðferð þess. Um leið og við kveðjum bleikasta mánuð ársins og þökkum kærlega fyrir móttökurnar, langar okkur til að beina athyglinni að veruleika þessara einstaklinga. 

Hér má skrá sig á póstlista sem er sérstaklega helgaður efni um síðbúnar og langvinnar aukaverkanir. Póstlistinn verður nýttur til þess að miðla upplýsingum um fræðslu, námskeið, úrræði, viðburði og öðrum fróðleik.

Við þurfum að þora að stíga fram og segja frá því hvernig okkur líður - Viðtal við Josinu Wilhelminu Bergsøe, skartgripahönnuð, rithöfund og fyrirlesara með persónulega reynslu af langvinnum og síðbúnum aukaverkunumVið viljum að lifendur búi við góð lífsgæði - Viðtal við Vigdísi Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðing og sérfræðing hjá Krabbameinsfélaginu, um stöðu málaflokksinsAð geta svona gjörsamlega hrunið aftur, það kom mér algjörlega á óvart - Frásögn Úlfhildar Dagsdóttur af reynslu hennar af langvinnum og síðbúnum aukaverkunumLífið eftir krabbamein - Upptaka af málþingi Krabbameinsfélagsins um langvinnar og síðbúnar aukaverkanirHvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? - Fræðsla og samantekt á helstu aukaverkunum