Beint í efni

Mik­il­væg­ar upp­lýs­ingar fyr­ir Grind­vík­inga sem eru í krabba­meins­með­ferð

Íbúðir Krabbameinsfélagsins á Rauðarárstíg eru lausar til afnota fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við signy@krabb.is eða í síma 800 4040.

Íbúðir Krabbameinsfélagsins eru átta og allar staðsettar á Rauðarárstíg 33 í Reykjavík. Þær eru ætlaðar fyrir sjúklinga og aðstandendur meðan á meðferð stendur. Leiga fyrir íbúðirnar er 2.200 kr. á sólarhring.

Fyrir frekari upplýsingar eru Grindvíkingar sem eru í krabbameinsmeðferð hvattir til að hafa samband við signy@krabb.is eða í síma 800 4040.

Hægt er að sækja um endurgreiðslu hjá sumum stéttarfélögum. Einnig styðja flest krabbameinsfélög á landsbyggðinni fólk af sínu svæði þegar kemur að kostnaði við ferðir og dvöl að heiman vegna meðferða.