Beint í efni

Mál­þing: Stöðluð grein­ingar- og með­ferð­ar­ferli

Málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því aðgrunur vaknar um krabbamein. Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Málþingið fer fram laugardaginn 25. maí á milli kl. 10 og 12 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Málþinginu verður einnig streymt.

Skráðu þig hér.

DAGSKRÁ 

Innleiðing staðlaðra greiningar- og meðferðarferla (pakkeforlöb / patient pathway) hófst árið 2007 á Norðurlöndunum með það að markmiði að draga úr ónauðsynlegum biðtíma, óöryggi hjá sjúklingum og auka jöfnuð.

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni?

Geta þau verið leið til:

  • að tryggja áframhaldandi góðan árangur varðandi krabbamein hér á landi?
  • að koma í veg fyrir ójöfnuð tengdan búsetu og félagslegum þáttum?
  • að tryggja gæði og samfellt fyrirsjáanlegt ferli til að auka öryggi sjúklings og aðstandenda?

Á málþingi Krabbameinsfélagsins laugardaginn 25. maí verða þessi mál til umfjöllunar.

Erindi flytja:

  • Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu
  • Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins
  • Helena Brändström Ph.D., forstöðumaður hjá Regionala cancercentrum i samverkan í Svíþjóð
  • Søren Gray Worsøe Laursen, Ph.D., hjá danska Krabbameinsfélaginu

Í pallborðsumræðum taka þátt: 

Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmda­stjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein, Nanna Sigríður Kristinsdóttir, framkvæmda­stjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á Landspítala, Sigríður Gunnarsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmda­stjóri hjarta, augn og krabbameinsþjónustu á Landspítala auk fulltrúa frá heilbrigðisráðuneytinu.

Fundarstjóri: Halla Þorvaldsdóttir

Auglýsing (pdf).