Beint í efni

Mál­þing í til­efni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabba­meins­rannsókna fimmtudaginn 21. september, í húsi Krabbameinsfélagsins, þar sem við ræðum vísindin á mannamáli.


Málþingið hefst kl.16:30 á 1. hæð. Í beinu framhaldi verður síðan boðið upp á léttar veitingar ásamt veggspjaldakynningum á 4. hæð kl.18:00.

Við vonum að allir sem tengjast krabbameinsrannsóknum á Íslandi og hafa áhuga á auknum árangri í baráttunni við krabbamein noti tækifærið og taki þátt í deginum með okkur. Krabbamein varða okkur öll og framfarir verða fyrst og fremst í gegnum vísindastarf.

Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin en skráning er nauðsynleg. 

Skráning á málþingSkráning í þátttöku í veggspjaldakynninguMálþingingu verður streymt í streymisveitu KrabbameinsfélagsinsDagskrá:Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli - Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á LaugumVísindasjóður Krabbameinsfélagsins - Áfram veginn - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður stjórnar Vísindasjóðs KrabbameinsfélagsinsVísindafólk segir frá rannsóknum sínum - Valgerður Jakobína Hjaltalín og Jón Þórir ÓskarssonVísindi og rannsóknir í krabbameinsþjónustu á Landspítala frá sjónarhóli sérfræðings og notanda - Dr. Sigurdís Haraldsdóttir, dósent við læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítala og Stefán Heiðar Brynjólfsson

Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.

Að loknum erindum flytjum við okkur upp á 4. hæð þar sem fjölbreyttar krabba­meins­rannsóknir verða kynntar á veggspjöldum og gestum bjóðast veitingar.

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabba­meins­rannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.